Kjararáð grefur sér gröf

Í dag fékk ég tölvupóst frá ágætum vini mínum sem hélt því fram að úrskurður kjararáðs um að neita að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnar gerði ráðið óþarft. Benti hann á að í Bandaríkjunum þætti réttast að stjórnmálamenn settu sjálfir lög um laun sín.

Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers vegna kjararáð getur ekki lækkað laun æðstu embættismanna ef úrskurðurinn miðar að því að samræma laun við þá þróun sem orðið hefur á almennum markaði í samfélaginu. Kjararáð var stofnað á sínum tíma væntanlega vegna þess að alþingismönnum þótti erfitt að ákveða sjálfir eigin laun, þorðu ekki að takast þá pólitísku ábyrgð á hendur. Kjararáð hefur iðulega komið aftan að almenningi í landinu eftir að almennir kjarasamningar hafa náðst og ákvarðað laun embættismanna stundum langt umfram það sem almennir launþegar hrepptu. Hugrekki ráðsins og stjórnvada hefur þá farið saman og hafa úrskurðir ráðsins iðulega verið birtir daginn eftir alþingiskosningar til þess að þeir hefðu ekki áhrif á úrslitin.

Er ekki hreinlegast að Alþingi axli sjálft þá ábyrgð að ákveða laun sín og annarra sem eru á snærum þess?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Kæri Arnþór,ertu virkilega að fara fram á það að Alþingi axli einhverja ábyrgð? Það hefur ekki gerst í áratugi.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 2.12.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Dóra

Dóra, 3.12.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband