Ég tek heils hugar undir sjónarmið þeirra sem varað hafa við þeirri umræðu sem fer nú fram um nauðsyn þess að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Til þess að það sé hægt verður að kanna ítarlega hvaða afleiðingar það hefði í för með sér og efna til gagnrýninnar umræðu sem mótast ekki af fyrirfram gefnum skoðunum.
Styrmir Gunnarsson hitti naglann á höfuðið á fundi Heimssýnar á mánudaginn var þegar hann dró upp í fáum en skýrum dráttum þau atriði sem hugleiða þarf og Sigurður Líndal hefur varað við þessari einhliða umræðu á þeim umbrotatímum sem við erum nú á. Samlíking Illuga Gunnarssonar við timburmenn og verkjapillur var og skondin..
Það er þekkt að einhliða áróður snúist fyrr eða síðar gegn þeim sem hann stunda. Með því að klifa í sífellu á aðild að ESB er hætt við að Samfylkingarsinar hrindi ýmsum í fang Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þætti þá sumum betur heima setið en af stað farið og svo gæti farið að fylgi Samfylkingarinnar minnkaði.
Myndi jafngilda stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.12.2008 | 09:01 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef það verður farið í aðildarviðræður við ESB þá komumst við að því hve mikil völd við fáum að halda yfir auðlindunum.
Ef við sækjum ekki um aðild þá verða þetta bara vangaveltur og ranghugmyndir.
Á þessum tímum er nauðsynlegt að komast að því hvað er raunverulegt og hvað ekki, svo við getum valið leiðir úr þessari kreppu.
Auðvitað segjast samningamenn ESB ekki gefa neitt eftir, en þeir er lélegir samningamenn sem segja fyrirfram hvað þeir gafa eftir.
Lúðvík Júlíusson, 3.12.2008 kl. 09:15
Þjóðin er orðin þreytt og ráðvillt í fangi sjálftökuvaldsins. Það vald er lítið mál að fjarlægja úr íslenskum veruleika í alþingiskosningum. Draumur samfylkingarfólkins er draumur þeirra sem hræðast ákvörðunatöku og vilja fela sig á vald einhverjum þeim sem þeir ætlast til að verndi þá gegn öllu illu.
Ég er ekki sá draumóramaður að ég trúi því að einhvert yfirþjólegt vald forði okkur frá því að fara okkur að voða. Aftur á móti gætum við flækt okkur í þann vanda sem væntanleg sambýlislönd okkar í EB virðast vera að smíða sjálfum sér og þá um leið hvert öðru.
Árni Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.