Glöggt dæmi um græðgi Frjálsa fjárfestingabankans - eins dauði annars brauð

Fyrir rúmu ári var hafist handa við að rífa húsið á horni Nesvegar og Skerjabrautar sem hýsti áður Prjónastofuna Iðunni, fallegt hús sem reist var á 7. áratugnum. Húsið ásamt næstu lóð´hafði verið keypt fyrir 270 milljónir og þar skyldi reisa fjölbýlishús ætlað 50 ára og eldri. Upphaflegar hugmyndir eigendanna gerðu ráð fyrir 35 íbúðum en þeim var hafnað.

Tilboð hafði borist í uppsteypu hússins og hljóðaði það upp á 700 millj. kr. Lóð og hús kostuðu þannig um 970 millj. kr. og þá var sjálfsagt eftir að ganga frá húsnæðinu svo að það yrði íbúðarhæft.

Þegar Iðunnarhúsið var rifið var þegar farið að bóla á skorti á eftirspurn eftir nýju húsnæði enda hefur gryfjan staðið auð og ófrágengin. Í vestanáttum hefur mold og sandi rignt yfir næstu blokk.

Nú hefur verið hafist handa við að fylla gryfjuna upp og næsta vor verður sáð í hana. Lítur þannig út fyrir að við hjónin njótum óhefts útsýnis úr eldhúsglugganum og svo er um fleiri íbúa Tjarnarbóls 14.

Vissulega erum við Frjálsa fjárfestingabankanum, sem á þessa hornlóð, þakklát fyrir að útvega okkur þetta fagra útsýni en þykir það helsti dýr gjöf - gjöf því að spáð er að ekki verði byggt þarna á næstu árum.

Vonandi hafa þeir, sem seldu Iðunnarhúsið og lóðirnar, getað fjárfest í öðru en hlutabréfum og peningamarkaðssjóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband