Leiðarahöfundar Morgunblaðsins hafa einnig öðru hverju ráðist að Ríkisútvarpinu með ómaklegum hætti og virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri samfélagsþjónustu sem stofnunin sinnir öðrum fjölmiðlum fremur.
Margt af því sem nýr dagskrárstjóri, Sigrún Stefánsdóttir, hefur tekið sér fyrir hendur, er ágætt og dagskráin hefur að mörgu leyti gengið í endurnýjun lífdaga. Annað nær ekki nokkurri átt.
1. Hringlandagangurinn með Morgunvaktina er með ólíkindum. Um stundarsakir var hætt að birta viðtöl eftir fréttir kl. 8. Skömmu síðar tóku þulir að bjóða til sín gestum.
2. Nú er KK tekinn við ásamt umsjónarmönnum. Leikin er tónlist og eitt viðtal eftir 8-fréttir. Ef spara hefur átt í rekstri útvarpsins var ekki leiðin sú að ráða tónlistarmann til þess að sjá um seinni hluta Morgunvaktarinnar. Tónlistarsmekkur hans er fremur þröngur og of mikið ber á frumstæðri, bandarískri tónlist. Kristján Kristjánsson er hins vegar slíkur ágætis maður að leitt er að þurfa að setja þessa gagnrýni á skjáinn.
3. Þjónustuhlutverk Morgunútvarpsins hefur einnig sætt hringlandagangi. Um skeið var á dagskrá svokölluð dagbók en hún hefur verið lögð af.
4. Margir hlusta á Morgunútvarpið upp úr kl. 8 á morgnana. Vekur því furðu að ekki skuli lögð áhersla á upplýsingamiðlun á þeim tíma.
5. Um eins árs skeið var á dagskránni þátturinn doktor Rúv. Að sumu leyti var hann gagnlegur en of löngum tíma var eytt í hvert málefni enda hefur nú þátturinn lagt upp laupana og Heimsaugað tekið við.
6. Sagt er að sumir þáttagerðarmenn hafi verið ráðnir til starfa fyrir mun hærri laun en aðrir stjórnendur fá enda hefur dagskrárstjórinn haldið því fram að umbuna þurfi góðu fólki. Sumir þessara verktaka hafa enga reynslu af þáttagerð, eru illa máli farnir og hefðu fyrr á árum ekki talist standa undir þeim kröfum sem gerðar voru til þáttastjórnenda í Ríkisútvarpinu. Sem sagt, lítill sem enginn metnaður.
Nú á tímum niðurskurðar og endurmats verður að endurmeta laun stjórnenda opinberra fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Þar er Ríkisútvarpið ekki undanskilið. Útvarpsstjóri á að ganga á undan með góðu fordæmi og afsala sér a.m.k. þriðjungi launa sinna. Þá getur málflutningur hans talist trúverðugur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.12.2008 | 09:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 319675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gísli. Mæl þú manna heilastur um þá ágætu Rás 1 og vitanlega er ekkert fullkomið. Ég er sammála þér um hringlandaháttinn á morgunvaktinni. En erindið var annars að spyrja þig hvar þessi grein Reynis Traustasonar birtist.
Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.