Besti slaghörpuleikari Íslendinga frá því á landnámsöld:)

Undirritaður heldur því fram að Víkingur Heiðar Ólafsson sé fremstur íslenskra slaghörpuleikara frá því að land byggðist og er þó ekki kastað rýrð á þá mörgu listamenn sem skarað hafa fram úr á liðnum árum.

Í kvöld flutti víkingur Heiðar 3. píanókonsert Bela Bartoks af stakri snilld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir hjartanleg fagnaðarlæti áheyrenda lék hann tvö aukalög. Annað þeirra var útsetning hans á laginu “Litfríð og ljóshærð” eftir Emil Thoroddsen, tónskáld og píanóleikara, enn Víkingur Heiðar vinnur nú að píanóútsetningum íslenskra sönglaga. Var útsetningin þvílík snilld að sjálfur Liszt Ferens hefði verið fullsæmdur af.

Hljómsveitin lék vel í kvöld, en auk konsertsins voru á dagskrá Leónóruforleikurinn og Sinfónía nr. 8 eftir Beethoven.

Að lokum þykir rétt að vekja athygli á meðfylgjandi frétt af heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands um leið og hljómsveit, stjórnanda og hljóðriturum eru færðar árnaðaróskir.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, eru tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna. Um er að ræða verðlaun sem veitt eru fyrir bestu frammistöðu

hljómsveitar og hljómsveitarstjóra á hljómplötu.

Tilnefninguna fær hljómsveitin fyrir geisladisk sinn með verkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem breska Chandos-útgáfan gaf út fyrr á þessu

ári.

Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru Konunglega skoska hljómsveitin, Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, og Holllywood Studio

sinfóníuhljómsveitin tilnefndar í þessum flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband