Athygli mína vöktu upplýsingar um fjölda lesblindra fanga, en rannsóknir víða erlendis hafa sýnt svo að ekki verður um villst að samhengi getur verið á milli lesblindu og glæpa. Ástæðuna rekja flestir fræðimenn til þess að börn flosni upp úr skólum vegna lesblindu og fari síðan halloka á lífsbrautinni.
Morgunblaðið heldur áfram að fjalla um þessi mál í leiðara blaðsins í gær. Bendir blaðið á að ekki megi spara á sviði sérkennslu í íslenskum skólum enda vafasamt hvort slíkur sparnaður skili efnahagslegum ávinningi.
Málefni lesblindra hafa verið í hálfgerðum ólestri hér á landi. Á seinustu árum Björns Bjarnasonar á stóli menntamálaráðherra var það óþurftaverk framið að leggja lestrarmiðstöð KHÍ niður, en þar höfðu m.a. farið fram greiningar á lesblindu. Eftir greiningu á vegum miðstöðvarinnar fengu lesblind börn og unglingar m.a. þjónustu námsbókadeildar blindrabókasafns Íslands og gat það skipt sköpum í námi þeirra.
Námsgagnastofnun og Blindrabókasafn Íslands hafa verið helstu hjálparstofnanir lesblindra á Íslandi. Lesblindir Íslendingar fá hins vegar litla sem enga styrki til kaupa á hjálpartækjum og misrétti í þeirra garð er margvíslegt.
Nú þegar sverfur að um stundarsakir í íslensku þjóðfélagi ber brýna nauðsyn til þess að huga að málefnum lesblinds fólks á Íslandi og koma þeim á svipaðan rekspöl og á öðrum Norðurlöndum. Íslendingar hafa ekki framar efni á að kasta hæfileikum þessa fólks á glæ með sinnuleysi sínu.
Eins ógæfa er annars mein.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.12.2008 | 11:22 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 319757
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór og þakka þér fyrir að vekja máls á þessu.
Við hjá ADHD samtökunum höfum lengi fjallað um þetta í blöðum okkar og vísað til kannana á Norðurlöndum þar sem allt að 80% fanga höfðu glímt við námsörðugleika á æskuárum. En það hefur gengið illa að vekja athygli ráðamanna á því að líklega gefst hvergi betri möguleiki en þarna á að grípa til forvarna. Um 75% þess hóps sem líklegastur er að leiðast út í afbrot má nefnilega finna um sjö ára aldur.
Bestu kveðjur,
Matthías.
Ár & síð, 7.12.2008 kl. 15:43
heyr heyr.
ég vil ekki kveða neitt vægar að orði en það, að það er þjóðarskömm að því hvernig tekið er á námsaðstoð hér á landi. Hvort sem um er að ræða ofvirk börn, lesblind, skrifblind, börn með ADHD eða hvað það er.
Tengslin sem þú nefnir við glæpi eru löngum lýð ljós (eða er það ekki?) og ekkert er gert.
Skammsýni íslenskra ráðamanna er með ólíkindum og er vegagerðin á Íslandi gott dæmi um það.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.12.2008 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.