Á sama tíma virðist fjöldi auglýsinga óheftur í þeim tveimur sjónvarpsstöðvum sem einhverju máli skipta, Skjá einum og Stöð tvö.
Fáir hafa orðið til þess að agnúast út í rás 1, en margir amast við ás 2 og Ríkissjónvarpinu. Ætli sá verði endirinn að látið verði fjara svo undan ríkissjónvarpinu að það verði vart svipur hjá sjón?
Í stað þess að standa myndarlega að verki á nú að taka nefskattinn til almennra nota og skammta Ríkisútvarpinu skít úr hnefa, hið sama og Sjálfstæðisflokkurinn eða réttar sagt Framsóknarflokkurinn sem taglhnýtingur hans, gerði Framkvæmdasjóði fatlaðra, en upphaflega var erfðafjárskattur ætlaður þeim málaflokki. Þegar ég mætti á fund félagsmálanefndar Alþingis í desember árið 2000 eftir nokkurra ára hlé frá þessum vettvangi fann ég hvað tímarnir voru breyttir og að það andaði köldu í garð Öryrkjabandalagsins. Sagt var að nú heyrðu eyrnamerktir tekjustofnar sögunni til og lá við að ég sætti hálfgerðum svívirðingum þegar ég minnti einn nefndarmanninn á þjónustugjald aldraðra eins og mig minnir að gjaldið heiti.
Mér hefur verið núið því um nasir hér á þessum síðum að ég sitji heima í stofu og bloggi í stað þess að berja mann og annan. Árið 1986 voru samtök fatlaðra það virk að þeim tókst að hrinda alvarlegri atlögu ríkisins að framkvæmdasjóðnum og þá sátu forystumenn fatlaðra ekki aðgerðarlausir.
Nú verður enginn til þess að mótmæla harðlega aðförinni að Ríkisútvarpinu undir því yfirskyni að verið sé að rétta hlut einkarekinna kvikmyndaleiga á sjónvarpsmarkaðinum. Hið rétta er að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að sjá svo um að Ríkisútvarpið verði látið rotna innanfrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.12.2008 | 22:09 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er verið að moka peningum í þessa stofnun. Með þessum aðgerðum sem voru gerðar núna, er bæði búið að takmarka auglýsingar hjá stofnuninni og bæta þeim tekjurnar og ríflega það.
TómasHa, 14.12.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.