Björn Bjarnason nálgast Vinstri-græna

Ekki verður annað séð en þeir Steingrímur Sigfússon og Björn Bjarnason séu sammála um nauðsyn tvöfaldrar atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, bæði um umsókn og síðan um aðild ef samningar nást.

Búast má við allsnörpum átökum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar fjallað verður um Evrópumálin í janúar. Skrif Björns Bjarnasonar og ummæli Geirs Haarde sýna svo að ekki verður um villst að línur eru að skerpast millum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og birtist pirringurinn m.a. í hæpnum yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar sem fer nú mikinn í Evrópusambandstrúboðinu.

Ingibjörg fer óvarlega um þessar mundir og stefnir hraðfara að pólitísku sjálfsmorði. Greinilegt er að þeir, sem hafa uppi efasemdir um Evrópusambandið, eiga vart heima í Samfylkingunni eins og sakir standa.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband