Efasemdir um Evrópusambandið

Mér barst merkilegt símtal áðan sunnan af Þýskalandi. Íslendingur nokkur, sem þar hefur búið um áratugaskeið, veltir nú alvarlega fyrir sér að beita sér fyrir því að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um hugtakið "fullveldi" og þær afleiðingar, sem innganga í Evrópusambandið hefði fyrir Íslendinga. Telur hann slíkan vanda steðja að sambandinu um þessar mundir að Íslendingum sé betur borgið utan þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Góð hugmynd, ráðstefa um fullveldi. Flestar ráðstefnur á síðustu misserum um alþjóðamál hafa verið á forsendum Evrópusambandsins og oft fjármagnaðar með Brusselfé.

Páll Vilhjálmsson, 14.12.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er einkennilegt hvað margir hafa uppi miklar efasemdir um evrópusambandið. ég hef miklu meiri efasemdir um ísland og fyrir hvað það fyrirbæri stendur á þessum krossgötum. ráðstefna um ísland væri ágætis byrjun. staða þess í nútíð og hvert það muni þróast í framtíð og á hvaða forsendum.

fullveldi er nú einusinn bara hugtak sem hefur óljósa lögfræðilega merkingu og enn óljósari í framkvæmd. mér er til efs að í raun sé ísland fullvalda í þröngri merkingu. til að komast áfram í lífinu höfum við sem sjálfstæðir og persónulegir lögaðilar gert langtíma samninga sem skerða sjálfstæði okkar. T.d. hjónaband,börn, bankalán,námslán,nágrannar, vinir, og svo framvegis og dettur ekki í hug að þetta sé skeðing þess eðlis að hún sé okkur til tjóns frekar til þroska og meiri vegs EF við kunnum með þetta að fara, sem er ekkert sjálfsagt.

Meðlimir í ESB hafa ekki afsalað sér neinum rétti til að ráða sínum málum heldur undirgengist sameiginlegar ákvaðanir sem geta verið umdeilanlegar og munu ekki standa til eilífðar því allt er breytingum undirorpið. Lífið er áhættusamt og enginn stórisannleikur til að vernda okkur frá hremmingum þess. fullvalda umræðan er svolítið einsog þegar strákur segist aldrei ætla að kyssa stelpu hvað þá að giftast oj barasta..

Gísli Ingvarsson, 14.12.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég bjó í Þýskalandi í 12 ár og þekki vel til þar. Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína þar. Þar gengur lífið sinn vanagang. Atvinnuleysið er að vísu aðeins meira en fyrir kreppu og verðbólgan hefur hækkað, en ekki í 20%.

Bílalán fólks hafa ekki tvöfaldast, atvinnuleysi hefur ekki fimmfaldast, lán eru ekki verðtryggð og því ekki hætta á að þau hækki það mikið að stór hluti Þjóðverja verði eignalausir.´

Með fullri virðingu fyrir vini þínum, held ég að margir Íslendingar, sem búa í útlöndum sjái gamla landið sitt í hyllingum þessa dagana.

Þau vandamál, sem þau upplifa þessa stundina eru barnaleikur einn miðað við það, sem við erum að ganga í gegnum og eigum eftir að ganga í gegnum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.12.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband