Textavarpið aðgengilegt hjá Vodafone um ljósleiðara

Vegna færslu um textavarp Vodafone hefur eftirfarandi athugasemd verið skrifuð í gestabók síðunnar:

"Textavarpið komið inn - líka fyrir norrænu stöðvarnar Sæll Arnþór Í ljósi þess að tímamörkin sem þú settir fyrir athugasemdir vegna blogg-færslu um Textavarp á sjónvarpsþjónstu gegnum ljósleiðara og ADSL bregð éég á það ráð skrifa þetta hér inn. Þú færir þetta kannski á réttan stað, ef þú getur. En alla vega, eftir að hafa fengið ábendingar um bloggfærslu Kristins Jóns var málið kannað, enda á Textavarpið að vera aðgengilegt þeim sem velja að fá sjónvarpsþjónustu um ljósleiðara og ADSL. Við þá athugunum kom í ljós bilun, sem olli því að útsendingar Textavarpsins á kerfinu lágu niðri. Það hefur nú verið lagfært og til viðbótar hefur textavarp stærstu sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum einnig verið sett inn. Við skiljum vel mikilvægi þess að Textavarpið virki eins og fólk er vant. Að sama skapi vonum við, að notendur tæknilegum vandamálum skilning jafnvel þótt slíku fylgi óþægindi, sem við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á. Kær kveðja, Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone"

Svona eiga sýslumenn að vera, eins og Skugga-Sveinn mælti hér um árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband