Niðurskurður fjár til Háskóla Íslands

Í speglinum í gær var fjalla um niðurskurð fjár til Háskóla Íslands, hvaða afleiðingar hann hefði og aðstöðumun ríkisháskólanna og hinna einkareknu.

Þar kom m.a. fram að íslenska háskólakerfið væri um margt sérstakt. Fleiri háskólar væru hér miðað við mannfjölda annars staðar, fleiri útskrifuðust úr háskólum hérlendis miðað við mannfjölda en annars staðar og að þekkingarstig væri að mörgu leyti lægra en annars staðar þektist.

Þá kom einnig fram að hér hallaði meira á ríkisreknu háskólanna en annars staðar. Skýringin er sú að fjárveitingar til þeirra eru reiknaðar út samkvæmt ætluðum nemendafjölda og hið sama gilti um einkaháskólana. Þeir nytu hins vegar hærri skólagjalda sem ríkisreknu háskólarnir gera ekki.

Þetta er enn eitt dæmið um dekrið við einkaframtakið sem vissulega er lofsvert á flestum sviðum en ekki öllum.

sú hugsun læðist að mér að væri fjármagn frá hinu opinbera skorið algerlega niður til einkareknu háskólanna sem eru vart einkareknir, væri hægt að auka mjög námsframboð við Háskóla Íslands og tryggja um leið aukin gæði í náminu.

Því er hér með lagt til að fjárframlög til einkarekinna háskóla verði skorin niður á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála.  Hef aldrei skilið afhverju hinir svokölluðu "einkaskólar" á hvaða stigi sem þeir eru fá jafnmikið fé úr ríkissjóði pr.  nemanda og opinberu skólarnir sem hafa ekki neina möguleika á fjármagni annarsstaðar frá og verða að taka alla sem sækja um, svo framarlega sem þeir uppfylla settar kröfur, af því að þetta er opinberir skólar, kostaðir af almannafé.

Jónína (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband