Fjöldi manns hefur látið í ljós þá skoðun að a.m.k. tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér, þeir Björgvin Sigurðsson og Árni Mathiesen. Sem ráðherrar stóðuþeir ekki vaktina og bera því öðrum fremur ábyrgð á þí hvernig komið er í íslenskum efnahagsmálum.
Þá eru kröfurnar háværar um að þeir Baldur Guðlaugsson og Jónas Fr. Jónsson verði látnir hætta, annar fyrir vanmátt í starfi og hinn fyrir að hafa notfært sér innherjaviðskipti eða líkindi þeirra eftir að hafa setið á fundum með fjármálaráðhera Breta í haust.
Það virðist sammerkt forystumönnum ríkisstjórnarinnar að annaðhvort vita þau ekki hvað ábyrgð er eða þau þora ekki að taka á málum. Því lengra sem líður dæma þau hvort annað úr leik.
Þá er komið upp nýtt slanguryrði í íslenskri tungu, "að haarda" sem merkir að gera ekki neitt, einkum ef kunningjar og vinir eiga í hlut.
Það stefnir óðfluga í að fólk, sem einu sinni var talið efnilegt, hrapi fram af hengiflugi spillingarinnar, þess meins sem hrjáð hefur íslenskt samfélag. Annað þeirra má teljast einn af arkitektum þess skipulags sem leiddi okkur út á hildýpi græðgi og sóunar. Hann dregur nú stallsystur sína með sér í spillingardjúpið og hún hefur hvorki framar löngun né orku til að spyrna á móti. Ráðherrastóllin er of dýrmætur og það skal setið á meðan sætt er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | 21:07 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319701
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steinbítarnir skulu þeir heita.
Jón Valur Jensson, 23.12.2008 kl. 04:30
Arnþor það verður engin siðbót meðan við höfum þetta flokkakerfi, kerfi sem er næst því að vera skipulögð glæpastarfsemi. Og það verður heldur ekki siðbót meðan fjölmiðlar tala eingöngu við sjálfskipaða talsmenn meirihluta þjóðarinnar, en sá meirihluti er sennilega ekki til því við höfum svo margvíslega skoðanir á því sem er að gerast.
Einar Þór Strand, 23.12.2008 kl. 12:03
Saell Arnthor.
Alveg harrett hja ter og tad er heldur enginn von til tess ad pukrinu og leyndinni ljuki i brad medan vid hofum svona hrokakerlingu eins og Ingibjorgu Solrunu Gisladottur vid stjornvolinn.
Hroki hennar og yfirlaeti nadi alveg nyjum haedum tegar hun sagdi frettamonnum og tjodinni framan vid trodfullan sal motmaelenda i Haskolabioi ad tetta folk tad vaeri sko alls ekki tjodin !
Tvilikur andskotans hroki !
Nakvaemlega tetta sama sagdi lika Eric Honecker adalritari Austur-Tyska Kommunistaflokksins arid 1989 um motmaelendurna i Leipzig sem hropudu "vid erum folkid vid erum tjodin"
Skommu seinna hrundi Berlinarmurinn og Eric Honnecker og hans sidspillta valdaklika hrokkladist fra voldum !
Eg hugsa ad orlog Ingibjargar Solrunar verdi fljotlega med ekki osvipudum haetti, hun a heldur alls ekkert annad eda betra skilid !
Hun hefur svo sannarlega grafid sina eigin grof !
Jardarforin mun fara fram upp i Borgarnesi, blom og kransar verda aftakkadir en teim sem munu vilja minnst hennar verdur bent a ad styrkja serstakleg loftrymiseftirlit Varnarmalaskrifstofu Utanrikisraduneytisins !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:55
Ég met það svo að Davíð Oddsson og Geir Haarde beri mesta ábyrgð og eigi fyrstir að fjúka.
Davíð kom Glitni á kné með einstöku hatri og einelti sínu á Jóní Ásgeiri og Baugi með fulltingi Geirs, hans trúa þjóns til margra ára. Dóminóáhrifin í framhaldinu eru öllum kunn.
Arnþór, bæði Björgvin og Árni Matt eru alltof mikil smápeð til að vera lykilmenn í þessu bankahrunsmáli.
Haukur Nikulásson, 23.12.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.