Jólakveðja til vina og vandamanna, annarra Íslendinga og einkum ríkisstjórnarinnar

Í gærkvöld fórum við hjónin á tónleika í Seltjarnarneskirkju. Friðrik Vignir Stefánsson lék nokkur verk á orgel kirkjunnar sem tengdust jólum. Með honum söng Eygló Rúnarsdóttir. Þetta varð hátíðlegur aðdragandi þeirrar hátíðar er senn fer í hönd.

Öllum lesöndum þessarar bloggsíðu sendi ég einlægar óskir um gleðileg jól, gæsku og gróanda á nýju ári. Einkum óska ég ríkisstjórn landsins þess að hún læri hvað ábyrgð er og hvað þýðir að axla hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu jólakveðjur sendum við ykkur hjónum héðan af Ölfusárbökkum, þökkum góðar söngstundir og önnur kynni. Harpa og Heiðmar

IHJ (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðileg jól Arnþór

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband