Tímamót

Í gær urðu þau tímamót hjá okkur hjónakornunum að Árni og Elfa héldu aðfangadagskvöldið heilagt fyrir okkur, Sólveigu og Stefán Pétur auk sonanna ungu sem auðvitað skiptu mestu máli. Okkur fannst þetta ekki nema sjálfsagt því að börnin njóta gleðinnar mest og best heima hjá sér og sjálfsagt er að skapa þeim ákveðnar hefðir sem þau geta vitnað til.

Á meðan jólagjafirnar voru opnaðar varð mér hugsað til þess hvað mikið er til af skemmtilegum, talandi leikföngum. Mér til nokkurrar hremmingar tala þau flest ef ekki öll ensku.

Hvernig væri nú að leikfangainnflytjendur tækju sig nú til og útveguðu brúður, bíla, spiladósir o.s.frv. með íslensku tali og lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband