Tölvupóstur um leynivopn Davíðs og afskriftir lána Alþingismanna o.fl.

Í kvöld barst mér tölvupóstur austan af fjörðum þar sem rætt er um að Landsbankamaðurinn, sem handtekinn var vegna 100 milljónanna, sé nú farinn að tala. Nefnir hann m.a. vildarkjörin sem Keflavíkurflugvöllur var seldur á, myntkörfulán Björgvins Sigurðssonar ´sem hafi átt að afskrifa, skilji ég póstinn rétt, 75 milljóna kr lán til handa Siv Friðleifsdóttur til hlutabréfakaupa, sem hafi verið afskrifað o.fl. Í sama tölvupósti er sagt að Davíð Oddsson búi yfir slíkum upplýsingum um flesta þingmenn og því verði honum sætt á stóli seðlabankastjóra og hafi hann m.a. miðlað upplýsingum um málefni eiginmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Í lokin er því haldið fram að Sigurjón Ólafsson vinni að þessum afskriftum í turni Reykjavíkurapóteks. Ætli það eigi að vera Sigurjón Árnason? Sagt er að hann sé iðinn við tætarana.

Í barnalegri einfeldni minni hélt ég að tætarar skiptu litlu máli þar sem rafrænar færslur eru til mörg ár aftur í tímann.

Þegar mér berast nánari skýringar á póstinum mun ég birta hann orðréttan. En í millitíðinni er ´skylt að árétta þá skoðun að þingmenn eigi að birta opinberlega allar upplýsingar um fjármál sín. Eins og málum er háttað um þessarmundir er slíkt bráðnauðsynlegt. Það er í raun forsenda þess að þeir geti gegnt skyldum sínum. Að öðrum kosti verður traust þeirra fáu sem treysta þeim minna en ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þessi orðrómur er að breiðast út. Verst að vita ekki hvað er satt í þeim orðróm.  Ef hann er sannur vill ég að ríkisstjórnin fari umsvifalaust frá.

Offari, 28.12.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við þurfum að velta hverjum steini við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband