Svo virðist sem slíkur einstaklingur sé á ferli hér á Seltjarnarnesi. Munurinn á honum og hinum dönsku er sá að hann vill helst láta hendur skipta þegar gangandi vegfarendur eiga í hlut. Í gær heyrði ég tvær sögur um hann.
Nú um hátíðarnar gengu miðaldra hjón sem búa á Seltjarnarnesi, sér til skemmtunar á göngustígnum. Þegar þau voru stödd skammt frá húsi björgunarsveitarinnar kom hjólandi á móti þeim úlpuklæddur maður. Hjónin héldu sig vinstra megin á stígnum enda er honum ekki skipt millum gangandi og hjólandi vegfarenda og ætlast er til að gangandi vegfarendur fari á móti umferðinni. Maðurinn virtist ætla að hjóla á þau en snarhemlaði og spurði þau hvort eitthvað væri að. Hélt hann síðan áfram. Konan svaraði að greinilega væri eitthvað að honum.
Hjólreiðakappinn sneri þá við, fleygði hjólinu fyrir framan þau og réðst að þeim. Lét hann dynja á þeim fúkyrðaflauminn og sýndi aðra, ógnandi tilburði.
Þessi saga hafði vart borist undirrituðum til eyrna en í heimsókn komu tvær konur. Barst þessi úrilli hjólreiðamaður í tal og taldi þá önnur konan sig hafa orðið fyrir svipaðri eða sams konar áreitni fyrir ári.
Það má merkilegt heita þegar yndisleg náttúra, gott veður og ómþýtt öldugjálfur valda þvílíku hugarangri að menn telji sig tilneydda að troða illsakar við samferðamenn sína.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.12.2008 | 10:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.