Kemur ekki á óvart

Orðrómur um þessi viðskipti hefur verið á sveimi svo að vikum skiptir. Reyndar er fleira á sveimi þessa dagana og full ástæða til þess að kanna það frekar. Þar á meðal eru viðskipti og afskriftir vegna viðskipta hlutafélagsins Eiktar og einstaklinga sem tengjast því og Landsbankanum.

Svo að vikið sé að Kaupþingi þarf engan að undra þótt eitthvað misjafnt hafi þar þrifist. Framganga fyrirtækisins gagnvart fyrirtækjum eins og Kaupfélagi Borgnesinga hér um árið var eingöngu forsmekkurinn af þeim yfirgangi sem stjórnendur þess sýndu. Þegar fólki virðist allt fært er oft stutt í fallið.

Hafi þessir einstaklingar ætlað að gera vel er rétt að hafa orð Lárusar Pálssonar í huga. Hann sagði: "Það sem gera skal vel fer oft verr en illa."

Velfarnaður getur aldrei byggst á græðgi.


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband