Einstök samstilling

Í dag hlýddum við hjónin í Hallgrímskirkju flutningi alþjóðlegrar barroksveitar og Schola Cantorum á Messíasi eftir Georg Friedrich Händel, en í ár er 200. ártíð hans. Var kirkjan fullsetin.

Skemmst er frá því að segja að flutningurinn var nær hnökralaus og samþætting kórs og hljómsveitar með eindæmum góð, enda söngvarar og hljóðfæraleikarar einstakir og stjórnandinn í fremstu röð: Hörður Áskelsson.

Við sátum nokkuð aftarlega. Þó nutum við flutningsins. Ég velti fyrir mér hvort Langholtskirkja hentaði ekki betur til flutnings kórverka þar sem eingöngu er um 16-17 manna kór að ræða og fremur litla hljómsveit. Væntanlega myndu einstakar tónhendingar skila sér betur í Langholtskirkju. Hinu er þó ekki að neita að hljómurinn í Hallgrímskirkju er meiri og spillir síst fyrir.

Hafi stjórnandi og flytjendur heila þökk fyrir unaðslegan flutning um leið og þeim er árnað allra heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband