Ég treysti mér ekki til að hafa þessi orð séra Gísla um ritstjórn DV. Nú fer hún hamförum vegna fjármögnunar Árvakurs og þeirra björgunaraðgerða sem fjöldi manns hefur áhuga á. Þá er einnig rætt um föst skot Agnesar Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þegar hún segir söguna af viðtalinu sem aldrei birtist og látið að því liggja að um sé að ræða dulda gagnrýni á ritstjóra blaðsins.
Ritstjóri DV fer fögrum orðum um sjálfan sig og blað sitt í morgun og telur það vörð sannleikans í landinu. Þessi sami ritstjóri þorði þó ekki að taka þá áhættu að birta frétt sem hann taldi ógna framtíð blaðsins. Hann hefur heldur ekki þorað að greina frá því hverjir ógnuðu honum.
Ég mæli með því í ljósi reynslunnar að ritstjórar DV fremji nokkra sjálfsgagnrýni áður en þeir ákveða að skrifa annan lofleiðara um blaðið og sjálfa sig. Þeir geta t.d. ekki lengur krafist afsagnar nokkurs ráðherra vegna skorts á ábyrgð því að þá skortir báða það sem þarf til þess að axla einhverja ábyrgð
Samkvæmt nýbirtri fjölmiðlakönnum er áberandi hve fáir treysta fréttum DV. Tapið af útgáfu DV er sjálfsagt ekki meira en orðið er vegna þess að efnistök blaðsins eru rýr og ekki tök á að efna til mikils kostnaðar.
Sannleikurinn er nefnilega sá að Ísland er of fámennt fyrir marga og stóra fjölmiða. Margir tækju efti því og yrðu fyrir skaða hyrfi Morgunblaðið af þessum markaði. Fáir tækju hins vegar eftir því eða yrðu fyrir miklu tjóni þótt DV hyrfi þaðan.
Haustið 1978 sagði ég Dagblaðinu upp vegna skrýlslegs fréttaflutnings. Ég myndi einnig gera það nú.
Svo uppsker hver sem hann sáir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.1.2009 | 11:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef DV gæfi upp öndina á morgun myndi ég flagga í viku til að fagna því.
Jafn ómerkilegur, illa upplýstur og hreinlega hættulegur snepill hefur sjaldan eða aldrei verið gefin út í mínu minni. Mannorðsmorð, þjóðareyðing, sjálfsdýrkun, óheillindi, ósannindi, lygar.....þetta eru bara nokkur af þeim orðum sem mér dettur í hug fyrst þegar DV ber á góma.
Nú hefur þessum snepli verið sagt upp á mínum vinnustað, ekki í sparnaðarskyni heldur til að vernda geðheilsu manna frá fyrirsögnum eins og birtast á forsíðu blaðsins í dag (já ég sá forsíðuna þegar ég var að kaupa í matinn) og ekki held ég að hún sé til þess fallin að stappa í fólk stálinu og lina sársauka og áhyggjur þær sem margir hafa.
Kannski á einhver lítil sál sem er orðin svo þjökuð eftir að hafa misst vinnu, húsnæði, fjölskyldu, eftir að taka líf sitt eftir að hafa lesið fyrirsögninga? Hvað vitum við....ætli það verði prentað í DV eða ætli þeim sé ekki nákvæmlega sama!!!
Já. Sá dagur sem þessi snepill hættir að koma út verður gleðidagur og sá dagur þegar ritstjóri DV gerist betri maður og labbar sér sjálfur út og fer að vinna við a týna rusl á Svalbarða verður enn betri.
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 7.1.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.