Einn kemur þá annar fer

Ekki fækkar í Framsóknarflokknum þótt Bjarni Harðarson hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að hverfa þaðan. Guðmundur Steingrímsson mætti til leiks í gær og verður flokkurinn vafalítið heldur skemmtilegri á eftir.

Þá sem hafa lesið skrifin á þessum síðum rekur væntanlega minni til fréttar sem skrifuð var um væntanlegt framboð aðdáenda Guðna Ágústssonar. Nú hefur fyrsti naglinn verið rekinn í þá smíði.

Það er erfitt að stofna nýja flokka.Bjarni er harðduglegur maður og vinsæll Hver veit nema honum takist þetta. Þá mun Guðni Ágústsson væntanlega skipa heiðurssætið í Suðurkjördæmi.

Ég ræð Bjarna að læra að búa til örugga sendingarlista áður en hann hefst handa fyrir alvöru.:) Mun honum þá vel farnast.


mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband