Hvorki stuðla jólasveinar né huglausir og grímuklæddir mótmælendur að bættu Íslandi.
Í umburðarlyndi þjóðarinnar hafa jólasveinar fengið að leika lausum hala í desember og fyrstu viku janúar. Utan þess ættu þeir að halda sig víðs fjarri mannabyggðum. Ærinn er vandinn samt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.1.2009 | 21:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ég gekk að dyrunum, fjöldi svartklæddra öryggisvarða í skeggræðum og ég smeygði mér hljóðlega framhjá þeim grímuklæddur sem jólasveinninn.
Barði stafnum hennar mömmu minnar sálugu í gólfið og hrópaði "Fær jólasveinninn að tala hér?"
Mikið fát kom á Gunnar leikstjóra sem hótaði að slíta fundinum ef jólasveinninn fengi orðið. Ekki mátti heldur afhenda lögreglustjóra kærugjafir úr poka sveinka.
Eftir vel æfðum handabendingum af leiksviðinu var ég um leið umkringdur svartklæddum öryggisvörðunum sem tóku sig til og í orðsins fyllstu merkingu báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi undir hrópum mínum "Það er verið að bera jólasveininn út af fundinum"
Þegar út í bíl var komið og búið að taka niður skegg-grímu sveinka komu aðvífandi nokkrir fundargesta og sögðu að búið væri að "kjósa þig" inná fundinn. Ég gekk með þeim til baka að hurð leikhússins en þar biðu þá aftur öryggisverðirnir, nú ekki eins utangátta, og vörnuðu mér inngöngu.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um leiksýninguna Opinn borgarafund?
Útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
4.12.2008 | 00:21 Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
5.1.2009 | 15:51 Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.
3.1.2009 | 12:29 Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
3.1.2009 | 19:37 Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 22:04
Kæri Ástþór.
Rétt eftir miðjan síðasta áratug vorum við bandamenn í andstöðunni gegn viðskiptabanninu á Írak og reyndum að stuðla að því að jólagjafir bærust til barna þar í landi. Þar gegndir þú aðalhlutverki og ég studdi þig heils hugar.
Síðan fór eitthvað úrskeiðis hjá þér og þú málaðir þig út í horn hjá fjölda fólks. Það er eins og þú hafir haldið því áfram og uppátæki þitt að gerast jólasveinn í gær mistókst þótt það hafi sjálfsagt átt að vera táknræn aðgerð.
Þegar ég skrifaði þennan pistil vissi ég ekki hver jólasveinnin var og flaug reyndar ekki í hug að þú værir svo vitlaus að standa fyrir slíku uppátæki. Mér var tjáð í morgun að Ríkissjónvarpið hefði greint frá þessu í gærkvöld, en ég hlustaði ekki á kvöldfréttir þess. Það hefði reyndar engu breytt því að ég ávarpaði jólasveininn sem fyrirbæri.
Allir lenda fyrr eða síðar í þeirri stöðu að þurfa að endurmeta hag sinn, baráttuaðferðir og jafnvel hugmyndafræði. Það þyrftir þú svo sannarlega að gera. Þú eyðir um sinn kröftunum til einskis, sjálfum þér og öðrum til skapraunar en fáum til gagns eða gleði. Gangi þér allt í haginn.
Arnþór Helgason, 9.1.2009 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.