Sturlaðir stjórnmálavargar

Það er oft athyglisvert og skemmtilegt að lesa blogg Ragnhildar Sverrisdóttur um þær systur, Elísabetu og Margréti. Velta þær vöngum yfir mörgu og fyrir skömmu ræddi önnur þeirra um lífþjófa.

Vart fer hjá því að óhugnaðurinn umhverfis okkur rati inn í hjörtu barnanna og setji mark sitt á þanka þeirra. Um þessar mundir er háð eitthvert andstyggilegasta stríð sem lengi hefur verið háð. Ísraelsmenn beita nú herstyrk sínum gegn nær varnalausum almenningi í Gaza, svæði sem Ísraelsmenn hrifsuðu af Egyptum fyrir nokkrum áratugum. Svo virðist sem Ísraelsmenn beiti nú miður skárri meðölum en Þjóðverjar þegar Gyðingar voru lokaðir inni í borgarhverfum og skipulega útrýmt. Ísraelsmen eru árásaraðilinn. Ekki verður um það deilt. Hamas og önnur baráttusamtök Palestínumanna eru skilgetin afkvæmi þess ofbeldis sem Ísraelsmenn hafa beitt áratugum saman.

Það kann að vera umdeilanlegt hvort slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísraelsríki. Ísland á hins vegar skilyrðislaust að banna allan innflutning á ísraelskum varningi og beita sér fyrir alþjóðlegu viðskiptabanni á landið á meðan framferði ísraelskra stjórnvalda er sem raun ber vitni.

Um þessar mundir er stjórn Ísraelsríkis einhver versta hryðuverkastjórn sem um getur. Þessir stjórnmálavargar svífast einskis til þess að ná markmiðum sínum og vegna verndar Bandaríkjamanna hefst heimsbyggðin ekkert að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband