Slanguryrðið "fokking"

Ég hef stundum heyrt í nýjum íslenskum útvarpsleikritum og séð á blogginu orðið "Fokking". Ég hélt að þetta væri kvenkynsorð eins og blekking og væri komið úr sjómannamáli. Ég man eftir því að Páll Kristinn Maríusson, skipstjórinn sem sigldi síðast Skaftfellingi, vatt stundum upp fokkuna og þótti eiginkonu hans, þegar öll segl voru höfð uppi, sem hann skafti væri eins og engill.

Fokka er framsegl á skipi og skil ég ekki hvernig þetta orð er notað eða hvað það þýðir í munni nútímafólks. Ég skynja þó að þetta er eitthvert skammaryrði og finnst miður að tilvitnun í seglabúnað skipa skuli hafa hlotið slík örlög.

Annað orð heyrði ég fyrir skömmu notað þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi. Einhverjum var boðið eitthvað og svaraði hann: "Nei, þakka þér fyrir. Ætli ég passi það ekki."

Sllanguryrðið "passa" hefur verið notað til dæmis í merkingunni að gæta barna og áttaði ég mig alls ekki á samhenginu. Ég mundi þó eftir orðinu "pass" sem er notað í spilum þegar menn geta ekki lagt út spil.

Ég spurði því hvað sá sem ætlaði að passa það ætti við. Hann ætlaði þá að láta það eiga sig.

Svona hverfa góð og gild orð og orðtök fyrir skringimælgi afbakaðra, erlendra orða. Njörður P. Njarðvík sér um þáttinn Ársól í Ríkisútvarpinu á sunnudagsmorgnum og er hann endurtekinn á mánudagskvöldum kl. 22:15. Í síðasta þætti fjallaði hann um orðin og örlög þeirra og hvernig íslensk tunga verði fátækari eftir því sem tímar líða fram..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband