Annað sem hefur vakið athygli eru kröfur Kjalars á hendur gamla Kaupþingi. Þar virðist hafa verið um hreint fjárhættuspil að ræða. Í mínum huga hefur Kaupþing þarna verkað sem spilavíti.
Í dag er fjallað um hlut fjármögnunarfyrirtækja við að svipta fólk bifreiðum sem það hefur ekki getað greitt af. Dæmi eru nefnd um hvernig bílarnir hafa verið verðfelldir, ógnarlegar upphæðir teknar fyrir að verðmeta þá og skuldararnir sitja uppi með sárt ennið og enn hærri skuldir en áður. Hér á landi hafa bankar eða fjármögnunarfyrirtæki, eins og sum þeirra kallast, farið fram með ógnarlegu valdi gagnvart lánþegum sínum. Það sem nú á sér stað þegar bifreiðar eru verðfelldar, ótrúlegum upphæðum smurt á þær vegna matskostnaðar og annað sem lýst hefur verið, jaðrað við líkrán. Með einhverjum ráðum verður að stöðva þessar athafnir og koma í veg fyrir að hrægammar græðginnar nærist á eymd annarra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | 17.1.2009 | 10:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór,
eitthvað finnst mér sýn þín á fjármögnunarfyrirtækin vera bjöguð. Það liggur í hlutarins eðli að ef ég lána þér pening þurfirðu að borga mér hann til baka samkvæmt því sem við semjum um. Ef ég tek veð í því sem þú keyptir fyrir peninginn og þú borgar mér ekki þá hlýt ég að geta gengið að veðinu. Er einhver sanngirni í öðru?
Hver er það sem er að verðfella bifreiðar? Eru það fjármögnunarfyrirtækin? Nei, markaðurinn sér um það. Ég veit ekki hvað "ótrúlegar upphæðir eru", hljómar sem órökstudd upphrópun.
Ég bara spyr hverjir geti flokkast sem hrægammar græðginnar? Þeir sem taka lánin og neita að borga.. eða þeir sem veita lán en fá bara hluta þeirra til baka.
Ástandið á íslandi á bæði við um einstaklinga sem og fyrirtæki og þeir samningar sem gerðir voru í góðærinu koma engum til góða í kreppunni, hvorki fyrirtækjunum né viðskiptavinum þeirra.
Jóhann Vignir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:53
Hér dugar ekkert nema mjög nákvæm lagasetning því fjármögnunarfyrirtækin svífast einskis ...sjálfur hef ég lent í því og þurfti að borga á endanum nærri þrefalt verð miðað við upphaflega samninginn. En rétturinn var fyrirtækisins, aulahátturinn minn en það mun ekki gerast aftur.
corvus corax, 17.1.2009 kl. 14:07
Á þriðja hundrað þúsunda hlýtur nú að teljast þokkaleg upphæð fyrir að "verðmeta" eina bíltík. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.