Nú er að vita hvort hann er nógu sterkur til þess að þola innihaldið í Framsóknarflokknum, eða á ég fremur að orða það sem svo að hann þurfi að vinna bug á afturhaldsöflum flokksins. Takist honum að hrista af sér erfðir sérhagsmunagæslu spái ég honum góðu gengi. Hann virðist vilja vel. Hræddur er ég samt um að Geir og Ingibjörg slái á útrétta hönd hans og segi: "Við þurfum ekki á þér að halda, vinur. Við erum með nægan meirihluta."
Sigmundur, sem heitir líka Davíð, skynjar hins vegar hjartslátt þjóðarinnar og veit að nú verður ekki lengur beðið átekta. Þetta virðist vera farið að smita Sjálfstæðisflokkinn samanber skrif Benedikts Jóhannessonar um Sjálfstæðisflokkinn.
Það er langt síðan jafnmikil endurnýjun hefur orðið í nokkrum flokki sem Framsóknarflokknum. Þetta minnir á stjórnina 1927 þegar tiltölulega ungir menn réðu flokknum, Jónas frá Hriflu og Tryggvi Þórhallsson, og tóku svo rækilega til hendinni að þess sér enn stað. Formaðurinn er nýr maður á gömlum grunni og ritarinn óskrifað blað. Hún hefur þó sýnt í samræðum við fjölmiðlamenn að hún er vel heima á ýmsum sviðum.
Það verður gaman hjá oss flokkleynsingjunum að velta því fyrir oss hvar vér skulum bera niður við næstu kosningar. Og enn skemmtilegra verður að fylgjast með því hvernig hinir formennirnir verja áframhaldandi setu sína í formannsstólunum án þess að skynja að kall þeirra er komið. Þjóðin vill hreinlega ekki sjá þá í þessum sætum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.1.2009 | 20:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég sá að Sigmundur væri í framboði, sagðist ég jafnvel kjósa Framsókn ef hann sigraði.Ég hef dáðst svo að honum þegar hann hefur fjallað um borgina og skipulagið.Vonandi tekst honum að halda sig frá smiti spillingar eftir að í hringiðuna verður komið
Eygló, 20.1.2009 kl. 03:17
það sést u.þ.b. ekkert í "i" dálknum. Þú ert örugglega búinn að fá fleiri en eitt sett.Það væri kannski ráð að hafa stafina ekki eiginlega samlita. Bara svona röfl mér :)
Eygló, 20.1.2009 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.