Fjármálaráðherra er rúinn öllu trausti. Ber þar hæst að hann svaf á fjármálavaktinni og lét fljóta sofandi að feigðarósi. Þá bætir margumtöluð embættisveiting á Norðausturlandi ekki úr skák.
Viðskiptaráðherra svaf einnig á vaktinni. Hið sama á við um ýmsa ráðherra aðra sem tóku jafnvel þátt í blekkingarleiknum.
Hver og einn um anna þveran og nú síðast iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að hann axli ábyrgð. En enginn hefur axlað ábyrgðina og sagt af sér.
Þá er seðlabankastjóri orðinn holdgervingur spillingarinnar í augum margra hvort sem það er á rökum reist eður ei. Flestir telja að hann sitji enn í embætti vegna veiklyndis forystumanna ríkisstjórnarinnar. Allt stuðlar þetta að aukinni sundrungu og andstyggð almennings.
Um þessar mundir er að verða deginum ljósara hvað hafst var að í bönkunum skömmu fyrir bankahrunið og sannar sögur um græðgi þeirra og ráðsmennsku í garð almennings allt til hinstu stundar reynast á rökum reistar. Enginn hefur verið sóttur til saka. Þótt því sé haldið fram að menn hafi ekki hagnast á þeirri fjármálaleikfimi sem iðkuð var dregur það ekki úr siðleysinu og glæpnum sem framinn var.
Heyrst hafa þær raddir að flest fari úr böndunum innan skamms ef ríkisstjórn og þing skyna ekki að Reykjavík brennur brátt eins og róm forðum. Hvorki piparúði né aðgerðarleysi og þumbaraháttur stjórnvalda geta komið í veg fyrir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.1.2009 | 06:34 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er umhugsunarefni hvers vegna ríksstjórn fundar með samtökum atvinnulífs og fjárfesta, en aldrei með fulltrúum heimilanna.
Þetta gefur rétta mynd af því hverra hag þeir bera fyrir brjósti sem stjórna landinu: Ef þú átt peninga sem þú vilt deila með mér skulum við leika, ef þú átt ekkert geturðu bara átt þig því þú ert bara skríll.
En það er "skríllinn" sem heldur þessu landi uppi í raun og veru. Peningar eru blekking, innistæðulausir pappírar þangað til einhver segir að þeir séu meira virði en mannslíf. En hin raunverulegi auður landsins, er landið og fólkið sem vinnur vinnuna sína. Fólkið sem hugsar vel hvert til annars og kemur náunga sínum til hjálpar.
Ég er ekki skráður í nein trúfélög, en ég segi Guð hjálpi þjóðinni. Það er siðblinda í þjóðfélaginu og við þurfum öll að fara að axla okkar ábyrgð, hver fyrir sig. Þegar það tekst getum við farið að vinna saman, eins og jafningjar.
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:12
Höldum áfram - hömrum járnið.
Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF.
Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.