Í þessum pistli bregst Birni bogalistin þegar hann ýjar að kröfum Samfylkingarinnar og telur að hún vilji leita skálkaskjóls í því að einhverjir ráðherrar flokksins, seðlabanki og forstjóri Fjármálaeftirlitsins verði látnir axla pokann sinn. Um Evrópumálin hirði ég ekki.
Ég hygg að þetta sé of einhliða ályktun. Sannleikurinn er sá að mikill hluti almennings telur að hreinsa hefði átt til fyrir löngu í báðum flokkum ríkisstjórnarinnar. Þannig er augljóst að viðskiptaráðherra er ekki sætt í stjórninni fremur en Árna Mathiesen. Árni er sekur um afglöp í embættisveitingum fyrir hönd Björns Bjarnasonar auk þess sem hann svaf á verðinum sem fjármálaráðherra. Þá ber hann eins og nær gervallur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ásamt Framsóknarflokknum ábyrgð á þeirri græðgisvæðingu sem tekin var upp hér á landi í lok síðustu aldar og hefur komið okkur á kaldan klakann.
Björgvin Sigurðsson svaf einnig á verðinum og hefði því hiklaust átt að víkja úr ríkisstjórn. Hið sama á við um þá Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson. Hvorugur þeirra getu setið í embættum sínum eftir það sem á undan er gengið.
Ég undrast að jafnheilsteypt fólk og þau Björn Bjarnason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde hafi ekki komið auga á þá nauðsyn fyrir löngu að Íslenskir ráðherrar og embættismenn verði að axla ábyrgð þegar þeir gerast sekir um afglöp og vanrækslu í starfi. Í raun hefði Björn Bjarnason sem yfirmaður dóms- og kirkjumála og þar með gæslumaður almenns siðferðis í landinu átt að hafa forgöngu um siðvæðinguna innan Sjálfstæðisflokksins og draga Samfylkinguna með sér í því ferli.
Með því að halda hlífiskildi yfir vinum sínum hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar í raun dæmt sig úr leik og grafa nú óðum sína eigin gröf.
Björn: Mikilvægt að búið sé að velja landsfundarfulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.1.2009 | 23:15 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.