Fulltrúi S-hópsins innan Framsóknarflokksins

Áreiðanlegar heimildir innan úr Framsóknarflokknum greina frá því að ástæða þess að Sigmundur Gunnlaugsson hafi verið kjörinn formaður sé sú að hann eigi vísan stuðning S-hópsins, en stuðningur hans getur skipt máli vegna fjárhags flokksins í næstu kosningum. Höskuldur Þórhallsson er sagður hinn vænsti maður en eigi lítið undir sér innan flokksins.

Undirritaður hefur fengið ítarlega skýrslu um það hvernig héraðshöfðingjar Framsóknarflokksins allt frá Skagafirði austur á hérað skipulögðu kosningu hins nýja formans. Þeim hafi litist vel málflutningur hans í ýmsum málum og telji sumir þeirra víst að Sigmundur verði S-hópnum ekki of leiðitamur.

Dæmin hafa sýnt svo að ekki er um að villast að valdamenn sem komust til áhrifa í skjóli öflugra einstaklinga fóru ekki ævinlega þær leiðir sem stuðningsmenn þeirra ætluðu. Gleggsta dæmið er Guðmundur biskup Arason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Mikið trúi ég þessu plotti á Fárglæpa-klíku Framsóknar!          Finnur foringi var nú þekktur fyrir kosningabaráttu-trikkin hér áður.

Hlédís, 25.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband