Á bloggi Guðbjargar Hildar Kolbeins rakst ég á athugasemd við skrif á heimasíðu Radda fólksins og enn sá ég tilvitnun í heimasíðuna á mbl.is nú áðan. Þar segir m.a.:
"Nú er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum."
Hverjir eiga að ákveða hverjir séu útsendarar flokkanna í þessum stofnunum?
Flestir, sem rita um þjóðfélgsmál, hafa áhuga á stjórnmálaflokkum og hafa einhvern tíma kosið flokka. Sumir eru jafnvel flokksbundnir. Stundumhefur það gerst að stuggað hefur verið við andstæðingum ríkjandi flokka í fjölmiðlum og öðrum komið að í staðinn. Á þetta einkum við um andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, en þeir fóru gjarnan fyrir brjóstið á útvarpsráði hér á árum áður. Urðu mætir menn eins og Magnús Torfi Guðmundsson, Páll Bergþórsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jónas Árnason og fleiri fyrir barðinu á þessu. Jafnvel kvað svo rammt að þessu að ekki átti að ráða Margréti Indriðadóttur sem fréttastjóra þegar Jón Magnússon féll frá. En upp reis almenn mótmælaalda og Margrét varð fréttastjori og gegndi þeirri stöðu í mörg ár.
Það er sjálfsagt að setja embættismönnum opinberra stofnana og fjármálafyrirtækja ákveðnar skorður en um þær þurfa að gilda almennar siðareglur. Þar mætti taka fram aðild að stjórnmálaflokkum o.s.frv ef þurfa þykir. En hitt gengur aldrei að einhver sjálfsprottin hreyfing meintra flokksleysingja taki sér sjálfdæmi um það hverjir séu fulltrúar flokkanna í stofnunum þeim sem nefndar eru hér að ofan. Hvað þá um fulltrúar sem Raddir fólksins hefðu velþóknun á? Hverra fulltrúar væru þeir?
Raddir fólksins hreykja sér nú af því að búsáhaldabyltingin hafi haft sín áhrif. Fáir fara í grafgötur um að svo sé. Hörður Torfason vann sér almenna reiði fólks þegar hann hafði veikindi Geirs Haarde í flimtingum föstudaginn 23. þessa mánaðar. Hann barst að vísu afsökunar. Nú bætir hreyfingin Raddir fólksins um betur og hefur í frammi dólgslegar hótanir um framhaldið.
Vei yður, þér hræsnarar og farisear! Dæmið eigi svo að þér verðið eigi dæmdir!
Jónas frá Hriflu sagði að enginn Íslendingur væri sæmilega menntaður nema hann hefði lesið Biblíuna og Sturlungu. Roffáðamenn Radda fólksins eru hvattir til að kynna sér guðspjöllin áður en lengra er haldið og fara eftir því sem þar stendur. Þannig geta þeir best þjónað alþýðunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 | 22:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Börnin bíta byltinguna sína. Enda ekki öll þau bráðsnjöllustu á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.