Áþján leiguliðanna

Nú fer fiskverð lækkandi. Það gerðist einnig í kreppunni sem skall á Íslendingum árið 1930. Vonandi verður verðfallið ekki slíkt sem þá.

Komið hefur fram að kjör þeirra, sem þurfa að leigja kvóta, séu afarslæm og fari versnandi. Þetta sýnir í hnotskurn það ófremdarástand og óréttlæti sem kvótakerfið hefur haft í för með sér. Það er í raun dapurlegt að fyrri stjórn skyldi ekki manna sig upp í að endurskoða vissa þætti kerfisins þegar á síðastliðnu hausti.

Eins og staðan er nú ber að svipta þau fyrirtæki, einstaklinga og fjölskyldur kvóta sínum ef veiðar eru ekki stundaðar á þeirra vegum. Leigu á hiklaust að banna.

Um leið og þorskkvótinn var aukinn um daginn hefði þurft að setja lög um það hvernig honum hefði verið ráðstafað. Þessi 30.000 tonn af þorski hefðu ekki átt að fara á leigumarkað sem raunveruleg eign einhverra sem þrífast í skjóli þess að arðræna þá sem draga þorskinn að landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband