Hljóðtruflun

Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að eyrun hafa svikið mig. Einu sinni sprakk í mér hljóðhimnan um borð í flugvél og eftir það heyrði ég um tíma allt hálftóni hærra með hægra eyranu. Hljómar urðu þá hreinn óskapnaður.

Í dag tók ég eftir því að þrýstingur hafði myndast í hægra eyra. Fyrir tilviljun fór ég að blístra eins og ég geri stundum. Þegar ég blístra nú tóninn c kemur g-tónn fram svo að úr verður fimmund. Þannig heyri ég jafnan g-tóninn þar til ég kem að honum. Um leið og ég fer upp fyrir hann hverfur aukatónninn.

Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegra en eyrnamergur. Hef ég þegar pantað tíma hjá heimilislækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu þessu blístri!  Þá lagast allt.

Emil (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Eygló

Þetta er ekki mergur málsins. Mér "heyrist" þetta vera stjórnarandstöðuheyrnarskerðing.  Læknig: Berja bumbur. Þína eigin eða annarra.

Eygló, 11.2.2009 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband