Á tónsviðinu

Mér hefur löngum verið hugstætt hversu vandvirkur dagskrárgerðarmaður Una Margrét Jónsdóttir er. Kynningar hennar eru á einstaklega fögru og meitluðu máli og röddin hljómar vel í útvarp. Jafnan er eitthvert athyglisvert efni á dagskránni þegar Una Margrét er annars vegar.

Reyndar held ég því hiklaust fram að valinn maður sé í hverju rúmi á tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Hver sýslar um sitt svið og gerir það vel. Það á við um Svanhildi Jakobsdóttur, Lönu Kolbrúnu Eddudóttur, Höllu Steinunni Stefánsdóttur, Ólöfu Sigursveinsdóttur, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur o.fl. Hverri menningarstofnun er mikill akkur að slíku starfsfólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband