Nýtt stórvirki í uppsiglingu

Nú er í Víðsjá rásar eitt fjallað um nýjan píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions sem Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur í Háskólabíói á morgun ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnar höfundur sjálfur hljómsveitinni. Af því sem leikið var í upphafi viðtalsins má vænta stórfenglegs konserts sem vafalítið verður talinn eitt af glæsiverkum íslenskrar nútímatónlistar. Enn er víst hægt að fá miða. Ég lét mér ekki happ úr hendi sleppa og hlakka til tónleikanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband