Breyting á forystu Samfylkingarinnar

Flestir eru sammála um að breytingar sé þörf í forystusveitt allra stjórnmálaflokka á Íslandi. Sagt er að sú breyting að Bjarni Benediktsson verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins nægi jafnvel ekki til þess að hreinsa spillingarorðið sem fer a forystu flokkanna af Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn segja sumir að til þess sé Bjarn um of tengdur viðskiptalífinu og því sem gerðist á útrásarárunum.

Hið sama á við um aðra stjórnmálaflokka. Jafnvel Vinstri grænir eru taldir þurfa á nýrri foystu að halda og hafa heyrst raddir um að nú sé leitað að einhverjum sem bjóði sig fram gegn formanninum. Telja verður ólíklegt að slíkar hugmyndir eigi við rök að styðjast enda hafa ráðherrar flokksins sýnt af sér röggsemi í starfi.

Á það hefur verið minnst að Ingibjörg Sólrún eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og láta á það reyna hvort ekki finnist verðugur arftaki innan flokksins, laus við spillingarorð og laus við að hafa tekið þátt í hrunadansinum um útrásina. Það kom því á óvart þegar Jón Baldvin Hanniballsson lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til formennsku ef Ingibjörg viki ekki.

Hingað til hafa fáir frýjað Jóni vits en margur grunað hann um græsku. Sjálfur hefur Jón sagt að ákvörrðun þessi snúist um vit. Því hljóta ýmsir nú að frýja honum vits um leið og þeir gruna hann um græsku.

Enginn er ómissandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Það eru að koma kosningar og enn er samfylkingin að dást að formanni sínum,sem hefur unnið gott verk, en er nú aðeins hálfmanneskja.Jón Baldvin getur gert mikið gagn fyrir

samfylkinguna en það er komið einelti í hans garð, innkoma Jóns yrði sem hvítur stormur.

Þó að Jón og Davíð voru eins og síamstvíburar í Viðaeyjarstjórninni, þá var ekki þessi við-

skiptasóðaskapur þá þeim, og kvótakerfið var ekki orðið það skrímsli sem það er í dag.

Það þarf ekki að gruna Jón um græsku, hann vill vel.Ingibjörg hefur mistekist t.d. með öryggisráðið sem mörghundruð miljónum var kastað út um gluggann. Þarna ætlaði hún að koma sér í embætti svo að hún gæti verið sem mest að heiman. Almenningur má eta það sem útifrýs.

Bernharð Hjaltalín, 16.2.2009 kl. 02:39

2 identicon

Er ekki rétt að láta samfylkingarfólki um að kjósa sitt forystufólk? Ég er samfylkingarmaður og er hæstánægður með ISG. Varðar mig lítt um það þótt stuðningsmenn VG séu mér ekki sammála. Jón Baldvin má sannarlega bjóða sig fram, en ég held að eftirspurnin sé ekki miklu meiri en framboðið (þ.e. hann sjálfur) og því er til lítils að velta sér upp úr framboði hans.

GH (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband