Síðast kom upp nafn fjárfestis nokkurs hér á landi sem virðist hafa tekist að krækja í ótrúlega fjármuni úr nær öllum lánastofnunum sem heitið geta á Íslandi. Þar má nefna Glitni, Landsbankann, Kaupþing, VBS, sparisjóðina o.s.frv. Þessi ungi maður hefur keypt fyrirtæki á fyrirtæki ofan hér á landi og erlendis, greitt með lánsfé og hlutabréfum í eigin fyrirtækjum og gætt þess að skuldsetja nýju fyrirtækin um leið og hann hefur selt hlutabréf í þeim til þess að kaupa ný. Nú er svo komið að fjármálavefurin nær um allt samfélagið og þótt víðar væri leitað.
Hinn aldraði fjárfestir velti fyrir sér hvernig standi á því að þessi ungi maður fékk allt það fé til ráðstöfunar sem raun ber vitni. Skýringuna taldi hann vera m.a. unga, vel menntaða menn (karlmenn) sem höfðu enga reynslu af viðskiptum, höfðu takmarkaða yfirsýn yfir íslenskt fjármálakerfi og töldu það mun stærra og öflugra en það reynist hafa verið.
Nú síðast spurði fjárfestirinn hvað hafi orðið um þetta fé. Eitthvað af því hljóti að hafa ratað á örugga staði og koma þá upp nöfn skattaparadísa eins og tortola. Sagt er að Kaupþing hafi átt hugmyndina af því að koma fé auðmanna undan á slíka staði og fleiri fylgdu á eftir.
Þessar sögur hafa lengi gengið fjöllunum hærra og því er undarlegt að ekki skyldi undir eins tekið til hendinni í haust og hafin rannsókn á þessum orðrómi sem öðrum sem fór víða. Er það enn eitt dæmi um ráða- og aðgerðalysi síðustu ríkisstjórnar.
Nú riðar Milestone til falls og sanngjarnir menn halda því fram að í raun sé eðlilegt að sænska fjármálaeftirlitið taki yfir eignirnar og ráðstafi þeim. Skellur íslenska fjármálakerfisins verði vart verri fyrir það enda séu Svíar þaulreyndir fjármálamenn í marga ættliði en Íslendinga skorti bæði hugdirfð og reynslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.2.2009 | 12:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er illt ef ekkert kemur meira fram en nafnlausar sögusagnir. Þetta verður afskaplega ótrúverðugt allt saman, og minnir reyndar á þau ósköp sem gengu yfir okkur þegar dómsmálaráðherra var sakaður um að hylma yfir með sakamönnum og við vorum farin að halda að Ólafur Jóhannesson væri vitorðsmaður þeirra er komu Geirfinni Einarssyni fyrir kattarnef.
Ungi maðurinn sem vikið er að má þó vera nafnlaus áfram enda hefur fyrr verið vakin athygli á greiðum aðgangi hans að lánsfé, en þó einkum á samanlagðri upphæð þess fjár sem hann hefur þegið að láni úr íslenskum bönkum.
Það var reyndar ekki gamall fjárfestir sem færði það í tal, heldur gamall refur úr íslenskri pólitík og kunni honum enginn þakkir fyrir. Ég kýs að nefna hann ekki á nafn. Hann sagði svo margt, og svo snemma, sem menn eru að éta upp eftir honum núna og þykja hinir mætustu synir þjóðarinnar þess vegna. Fyrrnefndan ref vildu menn fyrir alla muni svæla út af sínum vinnustað. Svona er nú tilveran skrýtin!
Flosi Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.