Áfellisdómur á vinnubrögð síðasta félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins

Það er oft með ólíkindum hve ungur starfsmaður Kastljóssins setur mál í rangt samhengi. Samtalið við forsætisráðherra í kvöld var enn eitt dæmið í safn piltsins sem var rangt reiknað.

Stjórnarnefnd málefna fatlaðra var skipuð til fjögurra ára og var til siðs að endurnýja nefndina eftir kosningar. Þess vegna var skipun félagsmálaráðherra Framsóknar á formanni nefndarinnar til fjögurra ára í lok kjörtðímabils siðlaus enda mátti hann vita að Framsóknarflokkurinn færi illa út úr kosningunum 2007, til þess bentu eindregið allar kannanir.

Pilturinn, sem fer oft mikinn í Kastljósinu, hefði átt að ræða við fyrrum félagsmálaráðhera Framsóknarflokksins í stað þess að tuða og nöldra í forsætisráðherra eins og hann skildi hvovki skrifað né mælt, íslensktt mál. Pilturinn ætti einnig að vita að fjölmörgum dómum héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið hnekkt fyrir Hæstarétti. Hann hefði fremur átt að þakka Jóhönnu fyrir að áfrýja ekki dómnum og valda skattgreiðendum þannig auknum kostnaði.

Þá var fáheyrður sá sóðaskapur unga mannsins að jafna saman þeim gerningi Árna Magnússonar að losa sig við Valgerði Bjarnadóttur. Þar var ekki um pólitískan trúnaðarmann að ræða sem skipaður var út kjörtímabil Alþingis heldur embættismann sem var skipaður væntanlega til 5 ára.

Vonandi verður þessi makalausa framkoma piltsins og úttekt hans til þess að hann verði settur í einhvers konar endurhæfingu enda eru dæmi þess að slík endurhæfing eða menntun snúist fólki til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband