Pólitískt hugrekki

Steingrímur Sigfússon tók að flestra mati rétta ákvörðun með því að heimila hvalveiðar í ár. Hann styrkti þessa ákvörðun með því að fá álit hins vinstrigræna lögfræðings, Ástráðs Haraldssonar. Þá skiptir miklu að ákveðin svæði verði friðuð og hvalaskoðunarfyrirtækjum og hvölum gert kleift að þrífast þar í friði.

Svo kallaðir náttúruverndarsinnar hafa margsinnis haft orð á að veiðar skaði bæði orðstír Íslendinga og hag fyrirtækjanna. Hvorugt hefur reynst rétt.

Sjórinn er auðlind og í henni eru fólgin mikil verðmæti. Séu þau nýtt með skynsamlegum hætti verður auðlindin allri þjóðinni til farsældar. Um leið og lögin um hvalveiðar verða endurskoðun þarf að létta einkaleyfi af veiðunum og sjá til þess að heimildirnar verði boðnar út.


mbl.is Lýsir yfir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband