Atvinna flutt úr landi

Um daginn keyptum við ferhyrndar flatkökur og höfum haldið því áfram vegna þess að þær eru vel bakaðar og góðar. Nú er mé tjáð að þær séu í raun ekki íslensk framleiðsla heldur forbakaðar erlendis og fullgerðar hér heima.

Hið sama er sagt að sé upp á teningnum í flestum brauðgeðum landsins. Mikill hluti þess sem selt er þar og í stórmörkuðum er hnoðaður og forbakaður erlendis og síðan fullunninn hér á landi. Hlýtur þetta að sæta tíðindum þegar atvinnuleysið herjar á alla, að gjaldeyri sé eytt með þessum hætti.

Það er ekki nóg með að fiskurinn sé ekki fullunninn hér á landi heldur láta Íslendingar forvinna handa sér flatkökur, annars konar brauð og jafnvel laufabrauð. Mér er einnig tjáð að rándýrt sag eða spænir séu fluttir inn undir hesta, en þetta megi vel framleiða hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband