Fortíðin og bankahrunið

Nú birtast í fjölmiðlum fréttir af því hverjir ætli að leita eftir endurkjöri til Alþingis í vor. Nokkrir hafa ákveðið að hætta og greina til þess ýmsar ástæður.

Þegar litið er á nöfn frambjóðendanna vekur athygli að ýmsir, sem tóku beinan þátt í dansinum kringum gullkálfinn og leyndu almening því sem þeir vissu hyggjast bjóða sig til áframhaldandi setu á Alþingi. Á þetta einkum við um Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn.

Miðað við það sem á hefur gengið að undanförnu hlýtur að verða hart sótt að þessum einstaklingum og baráttan innan stjórnjmálaflokkanna óvægnari en áður. Eitthvað þarf til að létta siðblindunni af sumu fólki ef það er þá hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband