Svanasöngur Höskulds Þórhallssonar í Framsóknarflokknum

Höskuldur framdi ótrúlegt hrekkjabragð í morgun í viðskiptanefnd Alþingis, einkum þegar flest bendir til að nýjar reglur Evrópusambandsins skipti engu máli vegna þeirra breytingar sem stjórnarmeirihlutinn ásamt meirihluta þjóðarinnar vilja gera á yfirstjórn Seðlabankans.

Sú saga hefur komist á kreik að Höskuldi hafi verið boðin aðild að þingflokki Sjálfstæðismanna og jafnvel hyggist hann fara í framboð á vegum flokksins. Tekið skal fram að heimildirnar hafa ekki fengist staðfestar, en sagan flýgur hátt.

Eitt er víst. Þetta er ekki góð byrjun hjá Framsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér finnst þetta hárrétt afstaða hjá Höskuldi.  Það væri fáranlegt að skila frumvarpinu tveimur dögum áður en slík skýrsla kemur út.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.2.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband