Enn eitt reiðarslagið

Huld Magnúsdóttur, fyrrum stjórnanda hjá Össuri, hefur verið boðið embætti forstjóra nýrrar Þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Ég sótti um starf sérfræðings á vegum Blindrabókasafns Íslands sem var ætlað að vinna hjá nýju stofnuninni 1. desember sl og fékk aldrei svar við þeirri umsókn.

Þegar embætti forstjóra var auglýst laust til umsóknar eftir áramótin sótti ég einnig um það enda taldi ég mig hafa ærna þekkingu og reynslu á þessu sviði.

Þeirri, sem nú tekur við starfinu án nokkurrar þekkingar á málaflokknum er óskað velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í "kunningjaþjóðfélagi" dugir ekki alltaf þekking og reynsla 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:29

2 identicon

Það er óþolandi þegar gengið er framhjá hæfu fólki. Sérstaklega þegar þú hefur sérþekkingu á málefnum öryrkja og hvað þarf til að stjórna málefnum blindra.

Kristinn Hjaltalín (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband