Heimilishljóðin

Ókosturinn við blinduna og atvinnuleysið er sú einangrun sem þessi fyrirbæri geta haft í för með sér. Höfuðborgarsvæðið r orðið þannig að dýrt er og óþjált að koma sér á milli staða. Það bjargar þó miklu hjá mér að bæjarfélagið hefur verið mjög þjált í samningum um ferðaþjónustu og ber að þakka það sem vel er gert.

En tíminn líður og ævinlega er hægt að sýsla talsvert sér til gagns og gamans. Í gær hljóðritaði ég nokkur heimilishljóð. Ég hef svo sem dundað mér við slíkt nokkuð lengi en ákvað að bæta í safnið enda lengi ætlað að útvarpa slíkri samantekt. Á morgun verður því útvarpað heimilishljóðum í þættinum "Vítt og breitt", en pistlar mínir eru yfirleitt á dagskrá upp úr kl. 13:45. Við hljóðritanir þessar hef ég notað Nagra ARES-M og ARES BB+ auk Shure VP88 víðómshljóðnema. Gallinn við hann er sá að honum fylgir dálítið suð sem þó kemur ekki að sög þegar hávaðinn dynur yfir. En þessi hljóðnemi hentar ekki til að hljóðrita umhverfishljóð i náttúrunni.

Það hefur valdið mér nokkrum vandræðum að USB-hljóðkort, sem ég á, nýtist ekki við ferðatölvuna af einhverjum ástæðum. Vélin frýs og gefur jafnvel frá sér 800 riða óánægjutón. Ég hljóðrita því allar kynningar á Nagra-hljóðritann og færi síðan yfir á tölvuna.

Ýmislegt er á döfinni í pistlum mínum og vænti ég þess að geta bætt við einhverjum hljóðritum á næstunni auk einhvers fróleiks. Hljóðrit úr atvinnulífinu væri fróðlegt að gera og eru allar tillögur vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband