Félagsmálaráðherra hefur ráðið Huld Magnúsdóttur í stöðu forstjóra Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en stofnunin hóf starfsemi þann 1 janúar 2009.
Blindrafélagið leggur mikið upp úr því að eiga sem best samstarf við alla þá aðila sem koma að þeim hagsmunamálum sem félagið sinnir og býður því hinn nýja forstjóra velkominn til starfa.
Að mati forystu Blindrafélagsins voru í hópi umsækjenda mjög hæfir einstaklingar sem Blindrafélagið þekkir vel til og jafnframt eru vel kunnugir málefnum blindra og sjónskertra. Enginn þeirra varð fyrir valinu í stöðu forstjóra miðstöðvarinnar.
Að því gefnu að félags- og tryggingarmálaráðuneytið hafi staðið faglega að ráðningunni, má ljóst vera að Blindrafélagið getur haft miklar væntingar til starfa og þekkingar hins nýráðna forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Að undanförhnu virðist sem ýmis samtök fatlaðra hafi fjarlægst þau markmið sín að berjast fyrir aukinni þátttöku félagsmanna sinna í störfum á almennum markaði. Fram til skamms tíma þjónuðu ályktanir þeim tilgangi að leggja áherslu á baráttumál samtakanna. Svo virðist sem allar vígtennur hafi verið dregnar úr Blindrafélaginu.
Það er sennilega ekki of sterkt að orði komist þegar því er haldið fram að hér sé um undirlægjuhátt gagnvart stjórnvöldum að ræða. Athygli vekur, þegar nöfn umsækjenda um embætti forstjóra hinnar nýju þekkingarmiðstöðvar eru skoðuð að enginn þeirra sem hafði menntað sig sérstaklega í málefnum fatlaðra eða hafði sérþekkingu á málefnum blindra, sjónskertra og daufblindra, varð fyrir valinu. Það geta varla talist fagleg sjónarmið.
Blindrafélagið hefur áður brugðist í slíkum málum. Fyrir tveimur árum var auglýst hlutastarf starfsmanns sem skyldi sjá um alþjóðasamskipti félagsins. Fjórir sóttu um starfið og þar voru þrír blindir eða sjónskertir og höfðu víðtæka reynslu af störfum í málaflokknum. Fjórði einstaklingurinn, sem var reynslulaus, var ráðinn.
Blindrafélagið telur að félagsmenn sínir séu greinilega svo illa á vegi staddir að þeim er ekki treyst til forystustarfa á vegum þess. Enginn blindur einstaklingur hefur verið framkvæmdastjóri þess í rúman áraatug.
Hið sama er að segja um Öryrkjabandalag Íslands. Eftir að framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins hafði verið hrakinn úr starfi árið 2006 hefur verið séð til þess að framkvæmdastjóri bandalagsins sé ófatlaður.
Það veikir samtök fatlaðra þegar þau treysta ekki félagsmönum sínum til ábyrgðarstarfa. Eða getur verið að menntun fatlaðs fólks á Íslandi sé svo komið að þessir einstaklingar séu taldir einhvers konar undirmálsfólk af samtökum sínum og ráðherrum sem skipa í opinberar stöður?
Á Íslandi hefur enginn blindur einstaklingur verið ráðinn til forystustarfa í opinberri stofnun baráttulaust og svo verður var á meðan Blindrafélagið sýnir slíkan undirlægjuhátt sem þessi ályktun ber vitni u. Með þessu hætti vinnur félagið ekki á fordómum heldur ýtir undir þá.
Það er því samfélagsleg skylda mín að leita allra leiða til þess að réttur fatlaðra til atvinnu nái fram að ganga. Samtök fatlaðra gera það greinilega ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.3.2009 | 08:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Arnþór,
Vegna þess sem hér er fjallað um hefur mér stundum komið í hug þessi spurning: Hvernig er þeim innanbrjósts sem tekinn er fram yfir hæft fólk til starfa á sérhæfðum vettvangi? Sennilega segir það okkur meira um þann einstakling sem þannig er valinn en ætla má. Hún/hann er síður hæf(ur) en ætla má. Merkilegt hvernig stjórnvöld hafa á undanförnum árum leitað ráðgjafar til þess eins að fela misráðnar ákvarðanir. Sennilega þarf að taka upp bandarískt embættismannapróf fremur en tugi vanhæfra starfsmanna ráðuneyta við val nýrra starfsmanna.
Hvenær ætli samtök öryrkja á Íslandi fari að starfa eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun til dæmis 27. grein. Meðan samtökin lúta í duftið og fara ekki sjálf að slíkum samningum er ekki við því að búast að aðrir geri slíkt. Ferill Blindrafélagsins og Öryrkjabandalagsins undafarin ár boðar ekki gott.
Emil (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.