Enn af UAX 220 MIC hljóðkorti

Í fyrrakvöld tók ég úr ónýta rafhlöðu í tölvunni og brá þá svo við að hljóðkortið vann prýðilega. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég las inn pistil og þegar ég hugðist leiðrétta textann og lagfæra var allt gaddfreðið.

Í dag keyrði ég svokallaðan UAX manager sem ég halaði niður af Digigram heimasíðunni. Þar er hægt að stilla ýmislegt svo sem tíðni og bitafjölda auk þess sem hægt er að láta hugbúnað tölvunnar stjórna þessu. Ég brá á það ráð að stilla bitafjöldann á 16 og tíðnina á 44,1, en það er útvarpsstaðallinn. Þá bar svo við að allt gekk eins og í sögu.

Þetta er sett hér inn ef vera skyldi að það kæmi einhverjum að notum í framtíðinni. Öllum þeim sem lögðu mér lið í þessu máli eru færðar þakkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband