Alþingiskosningum frestað um einn eða tvo mánuði

Flest bendir til að skynsamlegt sé að fresta kosningum til Alþingis fram til 23. maí eða jafnvel 20 júní. Það er útilokað að ríkisstjórninni takist að koma í höfn þeim nauðsynjamálum sem brýnt er að afgreiða áður en þing verður rofið.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla vissa ábyrgð í þessu máli. Þess vegna á hann að leggjast á árarnar með stjórninni og sjá til þess að þingið verði sér ekki til enn meiri minnkunar en orðið er. Auðvitað er það hálfgert ólán að þurfa að reiða sig á kvikulan Framsóknarflokk. Það sjá menn æ betur eftir því sem tímar líða fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ekki til neins að fresta kosningum þessi stjórn er jafn gagnlaus og sú fyrri því miður og ætti að viðurkenna það og boða strax til kosninga svo koma megi hlutunum á hreyfingu.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.3.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband