Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.
Ég undirritaður hef farið ítarlega yfir frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til alþingis, samanber þskj. 622 368. mál.
Að óbreyttu er hætt við að frumvarpið skerði réttindi þeirra kjósenda sem eru blindir eða sjónskertir. Til þess að tryggja réttindi þessa hóps og aðgengi að þeim upplýsingum sem birtar eru á kjörseðli, er nauðsynlegt að huga að ákveðnum, tæknilegum atriðum. Lagt er til að málinu verði frestað og leitað leiða í samráði við samtök fatlaðra til þess að tryggja áður greindan rétt.
Að öðrum kosti er lagt til að á eftir orðinu listabókstöfum í 47. gr. 1. mgr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 með síðari breytingum bætist við orðin og tölustöfum. Þar með er gert ráð fyrir að blint fólk geti nýtt sér stimpla til þess að skrá röð frambjóðenda á þann lista sem atkvæðið hlýtur og sama hátt og bókstaf listans.
Jafnframt telur undirritaður nauðsynlegt að breyta 81. gr. laganna til samræmis við auknar heimildir sem felast í frumvarpinu, samanber 7. gr. frumvarpsins sem fjallar um breytingar á 82. gr. laganna. Þá þarf einnig að breyta skilgreiningum á spjaldi með blindraletri sem tilskilið er samkvæmt lokamálsgrein 81. gr, samanber tillögu við 47. gr. og ákvæði 82. gr. laganna.
Að lokum skal bent á að blindu, lesblindu eða sjónskertu fólki er í raun gert ókleift að nýta sér rétt sinn til þess að endurraða frambjóðendum á óröðuðum listum miðað við núgildandi lög og samkvæmt ákvæðum frumvarpsins verður þar engin breyting á. Kjörseðlar með nöfnum frambjóðenda eru hvorki með blindraletri eða með öðrum hætti þannig útbúnir að þessir hópar geti kynnt sér þessar upplýsingar.
Það má því vera enn ljósara en áður að fyrirhugaðar breytingar, sem lagðar eru til samkvæmt frumvarpinu, svara einungis að takmörkuðu leyti þeirri kröfu að tryggt verði aðgengi allra hópa að upplýsingasamfélaginu. Íslendingum gefst nú einstakt tækifæri til að verða í fararbroddi um framfarir í þessum málum og sjá til þess að ákvæði sáttmála SÞ um réttindi fatlaðra verði um leið virt.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
fv. formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands
og varaformaður Blindrafélagsins
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | 5.3.2009 | 17:50 (breytt kl. 20:41) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 319758
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góður punktur. Ég man eftir Hæstaréttardómi þar sem blind kona fór í mál við HÍ vegna aðstöðu sinnar til að stunda nám. Hún beitti m.a. jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og vann málið. Svona breyting á kosningalögum getur hæglega orsakað málshöfðanir á hendur ríkinu, verði ekki passað uppá réttindi blindra.
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.