http://www.blind.is/fraedin/sattmali-um-rettindi-fatlads-folks/nr/837
Fleiri atriði mætti nefna en hér verður einungis stiklað á stóru.
4. gr. 1. liður
c) að taka mið af vernd og framgangi mannréttinda fatlaðra við alla stefnumótun og áætlanagerð,
d) að láta hjá líða að aðhafast nokkuð það sem fer í bága við samning þennan og sjá til þess að opinber yfirvöld og
stofnanir vinni í samræmi við ákvæði hans,
3. Aðildarríkin skulu, þegar þau undirbúa og beita löggjöf sinni og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna
að ákvarðanatöku um málefni fatlaðra, hafa náið samráð við og tryggja virka þátttöku fatlaða, þ.m.t. fötluð börn, með
milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þeirra hönd.
Sjá 9. gr. um aðgengi, 12. gr. um jafna réttarstöðu, 21. gr. Tjáningar- og skoðanafrelsi og aðgangur að upplýsingum.
Sérstök athygli er vakin á 29. gr.
29. gr. Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi.
Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu
jafnframt:
a) tryggja að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með
beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þ.m.t. rétt og tækifæri til þess að kjósa og vera kosnir, meðal
annars með því: i. að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg og
auðskilin og auðnotuð,
ii. að vernda rétt fatlaðra til þess að taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu í kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum
án þvingana með hótunum og til þess að bjóða sig fram í kosningum, að gegna embættum með virkum hætti og
að sinna öllum opinberum störfum á öllum stigum stjórnsýslu, jafnframt því að greiða fyrir notkun hjálpartækja og
nýrrar tækni þar sem við á,
iii. að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn
krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði,
b) vinna ötullega að mótun umhverfis þar sem fatlaðir geta tekið virkan og fullan þátt í opinberri starfsemi, án
mismununar og til jafns við aðra, og hvetja til þátttöku þeirra í opinberri starfsemi, meðal annars: i. þátttöku í
starfsemi frjálsra félagasamtaka og samtaka, sem láta sig málefni almennings varða og stjórnmálalíf viðkomandi
lands, og í störfum og stjórn stjórnmálaflokka,
ii. því að mynda og gerast aðilar að samtökum fatlaðra til þess að rödd fatlaðra heyrist á alþjóðavettvangi, heima fyrir
á landsvísu og innan landsvæða og sveitarfélaga.
Augljóst má vera af lestri 29. greinarinnar að nú þegar er pottur brotinn í þessum efnum. Ástandið versnar að mun verði frumvarp stjórnarflokkanna samþykkt óbreytt. Þar með brýtur þessi starfsstjórn sem ætlar að stuðla að mannréttindum og jöfnuði að því að útiloka hópa fólks frá því að njóta jafnréttis í samfélaginu.
Hér með skora ég á Alþingi Íslendinga að fara að ákvæðum samningsins og fresta málinu.
Vanda skal til verka hverra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | 7.3.2009 | 11:38 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.