Mistök ráðgjafa forsætisráðherra

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Jóhanna Sigurðardóttir m.a.:

"Strax á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar hófst markviss vinna á vettvangi forsætisráðuneytisins við að undirbúa boðaðar lýðræðisumbætur. Ráðgjafarhópur undir forystu Bjargar Thorarensen prófessors, hófst handa við undirbúning stjórnarskrárbreytinga, m.a. um stjórnlagaþing. Annar hópur undir forystu Þorkels Helgasonar stærðfræðings, vann að útfærslu reglna um persónukjör. Á grundvelli samráðs, m.a. við alla stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, hafa lagafrumvörp byggð á þessari vinnu verið lögð fram á Alþingi. Bæði frumvörpin eru borin fram af forystumönnum allra flokka, nema Sjálfstæðisflokksins."

Vegna frumvarpsins um kosningar til Alþingis virðist sem Þorkell Helgason hafi ekki áttað sig á sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna er frumvarpið í því skötulíki sem raun ber vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband