Greint var frá því hvernig sölumenn þessara fyrirtækja hefðu verið þjálfaðir sérstaklega til þess að koma sér í mjúkinn hjá bankastofnunum og selja þeim einkunnagjöf. Þetta hefði gengið svo langt að þjóðríki hefðu jafnvel ánetjast þessum fyrirtækjum.
Moodies komst m.a. í þá stöðu að bankar og ríkisstjórnir óttuðust einkunnagjöf þess. Voru stærstu fjárfestingasjóðir og bankar Bandaríkjanna og fleiri ríkja reiðubúnir að greiða milljónir Bandaríkjadala fyrir hækkun einkunna fyrirtækisins enda voru hagsmunir milljóna manna í húfi. Þannig átti Moodies m.a. þátt í því að bankar og fjárfestingasjóðir, sem höfðu með höndum lán til húsnæðiskaupa, fengu iðulega hæstu einkunn þótt sitthvað væri bogið við starfsemi þeirra. Nefnd voru dæmi um að fólk hefði verið látið undirrita lánssamninga þar sem niðurstaðan væri helmingi hærri afborganir á mánuði en laun þess. Einstæð móðir lýsti því einhvern veginn þannig að samningar þessir væru tugir blaðsíðna. Sölufulltrúinn hefði blaðað hratt gegnum samninginn og sagt: "Skrifaðu hér, skrifaðu þarna undir, settu nafnið þitt þarna" o.s.frv.
Fulltrúi Moodies hélt því fram í þættinum að fyrirtækinu bæri ekki að meta hvað lægi að baki þeim gögnum sem kaupendur þjónustunnar legðu fram. Aðrir viðmælendur bentu á að vegna þjónustu matsfyrirtækjanna hefðu stjórnendur fjármálastofnana slakað á innra eftirliti og því hefði farið sem fór.
Matsfyrirtækin hafa haft örlög fjármálastofnana og heilla ríkja í höndum sér. Nú er mér spurn hvaða áhrif lánshæfiseinkunn Moodies og annarra fyrirtækja hafi haft á Ísland og stöðu þess. Getur verið að fyrirtækinu hafi einhvern tíma verið mútað eða það keypt til að lækka lánshæfiseinkunn landsins? Hver er trúverðugleiki slíkra lánshæfiseinkunna? Þá skal að vísu einnig rifjað upp að sumir Íslendingar báru brigður á trúverðugleika einkunanna.
Varð þjónusta fyrirtækjanna til þess að Íslendingar, svo sem viðskiptaráðherra fyrrverandi, sem enn er kominn í framboð, fjármálaráðherra, seðlabankastjórar og fjármálaeftirlitið sofnuðu á verðinum.
Spyr sá sem ekki veit.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | 8.3.2009 | 11:24 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.