Nýtt lýðræði - nýjar lausnir

Ég sótti fund hjá L-listanum í kvöld og var hann ánægjulegur. Það var eins og ferskur andblær í stjórnmálum færi um hugann og minnti þetta mig á þegar við vösuðumst í framboðsmálum á Suðurlandi, Vésteinn Ólason, Arnór Karlsson og fleiri.

Málefnavinna er komin vel af stað og uppstillingarmál í góðu lagi - ekkert einveldi eins og andstæðingarnir láta í veðri vaka.

Þótt kosningaundirbúningur sé óvenju skammur og nýjum framboðum gert þannig erfitt um vik tekst okkur áreiðanlega að hrinda því af stokkunum. L-listinn verður í raun eini kosturinn sem fólk getur valið vilji það veðja á nýjar hugsjónir og nýtt fólk. Hvorki Samfylkingin né Vinstri grænir boða í raun eitthvað nýtt. Þar eru flest andlitin hin sömu og úrslitin nær ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband